Múlaþing nýtir sér Fræðslustjóra að láni
Múlaþing fer í gegnum Fræðslustjóra að láni

Effect þakkar Múlaþingi fyrir frábært samstarf síðustu mánuði en sveitafélagið ákvað að fara í gegnum verkefnið Fræðslustjóri að láni og greina í samstarfi við Effect hver fræðsluþörf starfsfólks í sveitafélaginu væri. Ákveðið var að nýta hugbúnaðar lausn Effect við greiningarvinnuna.
Þetta er stærsti starfsstaður sem nýtir hugbúnaðarlausnina við fræðslugreiningar og gekk vinnan vonum framar.
Nú hefur sveitafélagið í höndunum fræðsluáætlun til að starfa eftir byggða á gögnum í rauntíma sem auðvelt er að uppfæra reglulega og aðlaga fræðsluna í samræmi við niðurstöður greiningartólsins.
Effect óskar Múlaþing til hamingju með þessa vinnu og farsældar í sinni fræðslu og þjálfunarvegferð.