Hafrannsóknarstofnun nýtir sér fræðslugreiningartól Effect
Hafrannsóknarstofnun nýtir sér fræðslugreiningartól Effect

Effect þakkar Hafrannsóknarstofnun fyrir frábæra vinnu við að hæfni og þekkingargreina störf innan stofnunarinnar.
Mannauðsteymi Hafrannsóknarstofnunar lagði mikla og faglega vinnu í verkefnið og var afraksturinn fræðsluáætlun byggð á gögnum og einnig efni til að nýta við starfsþróunaráætlun starfsmanna.
Effect óskar Hafrannsóknarstofnun velferðar og þakkar frábært samstarf.
Ummæli um Hæfnigreininguna
Hæfnigreining var að okkar mati grunnur þess að geta unnið markvisst að stefnu og markmiðum um starfsþróun innan stofnunarinnar. Greiningin myndi jafnframt skila okkur yfirsýn um þarfir og óskir starfsmanna sem væri grunnur að skilvirkri fræðsluáætlun.
Ferlið er mjög faglega unnið og öll samskipti og stuðningur frá Evu framúrskarandi. Sýn okkar og stefna er mun skýrari eftir mótun hæfniþáttanna þar sem horft var til ytra sem innri þátta. Ferlið fól í sér að verkefnið var ekki eingöngu unnið af sérfræðingum á mannauðssviði heldur voru starfsmenn stofnunarinnar virkir þátttakendur í ferlinu sem er forsenda þess að vel til takist.
Kerfið sem Effect hefur hannað til að veita bæði stjórnendum og starfsmönnum yfirsýn hvar við stöndum er algjör plús. Kerfið tengir saman þarfagreininguna, sýn og markmiðasetningu stjórnendans og starfsmannsins þannig að starfsþróun hvers og eins verður markvissari. Við erum spennt yfir því að vinna áfram með útkomuna og tengja í framhaldinu við starfsþróunarsamtölin.
Sólveig Lilja Einarsdóttir
Sérfræðingur, Fræðsla og Starfsþróun
Hafrannsóknarstofnun