UM OKKUR

Effect er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslugreiningum fyrir fyrirtæki og stofnanir.


Að vanda til verka og framkvæma fræðslugreiningu áður en lagt er af stað í að fjárfesta í fræðsluefni mun skila mun meiri árangri í að efla og auka fræðslu starfsfólksins.


HVAÐ ER HÆFNIGREINING?

01

Með fræðslugreiningu má sjá hvaða hæfni starfsfólkið þitt hefur í dag og hvar sé í raun þörf að bæta við og efla. 

02

Með fræðslugreiningu er rödd fólksins tekin með í ákvörðunartöku um þá fræðslu og þjálfun sem fyrirtækið ætlar að fjárfesta í og því verður mun meiri áhugi og metnaður hjá starfsfólkinu sjálfu að taka þátt. 

03

Með fræðslugreiningu er tekið fyrir og eftir mat sem gefur góð gögn um hvort hæfni starfsfólks sé að aukast og hvort sú fræðsla sem verið er að fjárfesta í sé að skila þeim árangri sem lagt er upp með í byrjun.

Effect sér um fræðslugreininguna fyrir þig

 Með því að fara í gegnum fræðslugreiningu sérðu hvar hæfni hjá þínu starfsfólki liggur og hvaða þjálfun og fræðslu þitt fyrirtæki eða stofnun þarf. Með því að fara í gegnum fræðslugreiningu færðu upplýsingar um hvaða fræðsluefni þarf fyrir þitt starfsfólk og einnig færðu aðstoð með val á fræðslukerfi sem hentar þínum vinnustað. Við gefum fyrirtækjum og stofnunum aðgang að gögnum til að taka upplýstar ákvarðanir í rauntíma varðandi fræðslu og þjálfun starfsfólksins og geta fylgst með hvort sú fjárfesting sem verið.


Markmið Effect er að gefa starfsfólki sem og fyrirtækjum og stofnunum verkfæri til að geta tekið markvissar ákvarðanir varðandi fræðslu og þjálfun og mæla árangur.


Við leggjum áherslur á að sarfsfólk hafi verkfærin til að geta tekið ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun sem og fyrirtæki og stjórnendur hafi gott utan umhald um þá þjálfun.


Við leggjum áherslu á mælanleg gögn og hagnýtar upplýsingar til að vera alltaf skrefi framan í fræðslu og þjálfun starfsmanna svo að fyrirtækið/stofnunin sé frekar í stakk búið til að takast á við þær áskoranir og breytingar sem upp koma hverju sinni.


Til að fræðsla og þjálfun skili árangri þarf hún að vera einstaklingsmiðuð, það verður aldrei til lærdómur nema áhugi sé fyrir að læra. Flestir starfsmenntasjóðir styrkja fyrirtæki við gerð á fræðslugreiningu.

Eigandi og ráðgjafi Effect

Eva Karen er eigandi ráðgjafafyrirtækisins Effect ehf og hefur starfað þar ásamt öðrum verkefnum síðan 2017. Eva Karen er lærður grunnskólakennari frá kennaraháskóla Íslands, hefur lokið mastersgráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og kláraði MBA nám frá Háskólanum í Reykjavík 2019. Einnig er Eva vottaður ACC markþjálfi með áherslu á stjórnendamarkþjálfunn.

 

Eva hefur komið að ýmsum verkefnum en núna síðast starfaði hún sem framkvæmdastjóri stafræna hæfniklasans þar sem aðaláhersla starfsins lá í því að greina stöðu stafrænnar hæfni innan lítilla og meðalstórra fyrirtæki á Íslandi. Skoða hvar stjórnendur og starfsfólk í íslenskum fyrirtækjum eru stödd þegar kemur að stafrænni hæfni og hvernig við getum aukið þá fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum til að mæta þeim breytingum sem fyrirtæki standa fyrir í dag og á komandi tímum.


Þar á undan starfaði Eva sem fræðslustjóri hjá Símanum en fræðslumál, breytingastjórnun og að ná því allra besta fram í teyminu hefur verið hennar áherslupunktur alla tíð hvort sem það hefur verið í gegnum stjórnun, ráðgjöf eða sem þjálfari

Ertu að fjárfesta í þeirri fræðslu og þjálfun sem starfsfólkið þitt þarf í raun og veru?


Effect er eitt af þeim ráðgjafafyrirtækjum sem hefur viðurkenndan ráðgjafa til að vera fræðslustjóri að láni. En fræðslustjóri að láni er verkefni sem byggist á að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja.

Hægt er að sækja um styrk hjá starfsmenntasjóðum vegna fræðslugreiningar og einnig er greiningartól. Effect viðurkennd sem aðferðafræði við verkefnið.

Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greiningu á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins.

Share by: