Starfsfólk þróar námsefni sjálft á frumlegan hátt
Fræðsluvísitala er innbyggð í fræðslustarfið og vel er haldið utan um starfsþróun innan fyrirtækisins

Alma Hannesdóttir er fræðslustjóri Arion banka, gaman er að segja frá því að Arion banki er Menntafyrirtæki ársins 2025.
Á heimasíðu SA segir að í umfjöllun dómnefndar komi fram að Arion banki reki öflugt og metnaðarfullt fræðslukerfi sem nýti fjölbreyttar og nýjar leiðir til að virkja kraftinn í stórum og fjölbreyttum hópi starfsfólks.
„Starfsfólk þróar námsefni sjálft á frumlegan hátt, fræðsluvísitala er innbyggð í fræðslustarfið og vel er haldið utan um starfsþróun innan fyrirtækisins, svo fátt eitt sé nefnt. Með verkefni eins og „Konur fjárfestum!“ tengir bankinn að auki fræðslustarfið við samfélagslega ábyrgð.
Ljóst er að stefnumiðuð og markviss vinna í fræðslumálum hjá Arion banka skilar sér í framsæknu og faglegu fræðslustarfi og þar af leiðandi ánægðu starfsfólki.“
Hér má finna skemmtilegt spjall um fræðslu Arion banka.