Það er ekkert vit í því að vinna eftir 2 ára gamalli fræðslugreiningu árið 2024.
Það er ekkert vit í því að vinna eftir 2 ára gamalli fræðslugreiningu árið 2024
Þegar farið er af stað í fræðslugreiningar geta þær verið tímafrekar og þá sér í lagi ef fyrirtækið eða stofnunin er með mikinn starfsmannafjölda og margskonar starfsemi. Fræðslugreiningar geta tekið á bilinu 1 – 3 mánuði og þá er yfirleitt unnin fræðsluáætlun til tveggja ára. Fyrirtæki og stofnanir geta því verið að vinna eftir fræðsluáætlun sem var gerð fyrir mörgum mánuðum með greiningu sem var jafnvel gerð á starfsfólki sem vinnur ekki lengur í fyrirtækinu eða stofnuninni.
Ein stærsta áskorun fyrirtækja og stofnanna í dag eru örar breytingar á vinnumarkaði m.a. í kjölfar tækniþróunar og talar World economic forum um að það þurfi að endurmennta og fræða stóran hluta af vinnumarkaðinum til að fyrirtæki og stofnanir sé í stakk búin að taka við þessar breytingar.
Þetta tónar því ekki vel saman, örar breytingar og að vinna eftir gamalli fræðslugreiningu. Við hjá Effect erum þeirrar skoðunar að það þurfi að vera hægt að taka fræðslugreiningar reglulega og með auðveldum hætti. Þegar við segjum reglulega þá tölum við um einu sinni til tvisvar sinnum á ári og aðlaga fræðsluna að þeim starfsmannahópi sem er til staðar og þeim áherslum og áskorunum sem fyrirtæki og stofnanir standa fyrir. Þannig verður mun meiri ávinningur af fræðslunni og fræðslan mun markvissari.
Við hjá Effect höfum hannað Effect hugbúnaðarlausn sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir að taka reglulega fræðslugreiningar með auðveldum hætti sem skilar gögnum til að taka markvissar ákvarðanir varðandi þá fræðslu og þjálfun sem þarf og fylgjast með framþróun.
Ferlið er einfalt



- Starfsfólk fær einnig mælaborð með sínum niðurstöðum og meðaltal deildarinnar til að geta sett sér sín eigin fræðslu og þjálfunarmarkmið og fylgst með frammistöðu.

- Hæfnigapið ( skillsgap) verður strax sýnilegt og hægt að bregðast við með viðeigandi þjálfun og fræðslu.
- Fræðslustarf verður einstalingsmiðara og markvissara.
- Með einum smelli er hægt að taka aftur fræðslugreiningu og uppfærist þá mælaborðin og auðvelt er að fylgjast með framþróun.
Með þessari aðferðafræði höfum við fundið leið til að taka reglulega fræðslugreiningar með auðveldum hætti til að bregðast við hinu raunverulega hæfnigapi í rauntíma.
Nú þegar eru um 20 fyrirtæki og stofnanir að nýta sér Effect hugbúnaðarlausnina með góðum árangri.
Færum okkur yfir í nútímann og bregðumst við raunverulegri fræðsluþörf í rauntíma.