Effect valið sem ráðgjafi í verkefninu Fræðsla til framtíðar
Eva Þórðardóttir • November 29, 2023

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur valið Effect til að vera einn að ráðgjöfum í verkefnið Fræðsla til framtíðar.
Fræðsla til framtíðar er verkefni þar sem stjórnendum býðst aðstoð við að
- ákveða markmið fræðslu
- greina fræðsluþarfir
- setja upp markvissa fræðslu og þjálfun
- mæla árangur af fræðslu.
Sótt er um styrk fyrir verkefninu hjá starfsmenntasjóðum atvinnulífsins og því er ráðgjöfin fyrirtækjum að kostnaðarlausu.
Hafðu samband á eva@effect.is og við förum með þér yfir málin.