Effect tekur þátt í Vesturbrú 2023

Eva Þórðardóttir • Nov 27, 2023

This is a subtitle for your new post

Síðastliðnar vikur hefur verið opið fyrir umsóknir í Vesturbrú – viðskiptahraðal á Vesturlandi. Margar umsóknir bárust og augljóst að Vesturlandi iðar af lífi og sköpunarkrafti!

 

Á næstum vikum munu 10 teymi njóta leiðsagnar og samveru en hraðallinn er sérhannaður með þarfir þátttökuteymanna í huga, þannig hafa teymin áhrif á fræðsluna sem stendur þeim til boða. Markmið hraðalsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.

 

Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er viðskiptahraðall á Vesturlandi og eru þátttakendur af öllu Vesturlandi sem er afar ánægjulegt. Framundan eru tvær lotur en þær verða haldnar í desember 2023 & janúar 2024.

 

Þátttakendur í Vesturbrú 2023:

 

Fræðslugreiningartól Effect – Hugbúnaðarlausn sem greinir fræðsluþörf innan fyrirtækja og stofnana í rauntíma og gefur starfsfólki verkfæri til að meta eigin færni og þekkingu til að taka betur ábyrgð á eigin fræðsluvegferð

 

Urður Ullarvinnsla – Ull og ullarband úr Dölunum sem hefur það markmið að draga fram sérstöðu íslensku ullarinnar og stuðla að auknu verðmæti hennar.

 

Hraundís – Íslenskar ilmkjarnaolíur úr íslenskri náttúru.

 

Simply the West – Afþreyingarfyrirtæki sem sameinar bókanir á afþreyingu á Vesturlandi á einum stað og auðveldar þannig aðgengi ferðamanna að svæðinu.

 

Bjargarsteinn – Nýsköpun innan starfandi fyrirtækis sem felst í framleiðslu á ýmsum matvælum svo sem víni, snakki og ís og unnin eru úr staðbundnum hráefnum.

 

Grammatek – Grammatek þróar íslenska máltækni með aðstoð gervigreindar.

 

Snæfellsnes Adventure – Snæfellsnes Adventure stefnir að sérhæfingu í móttöku farþega skemmtiferðaskipa með sjálfbærni, fjölgun atvinnutækifæra og hag samfélagsins að leiðarljósi.

 

Marman – Marman þróar og framleiðir vörur úr handtýndu þangi frá Vesturlandi, meðal annars úr þangskeggi sem minjagripi fyrir ferðamenn.

 

Barnaból – Barnaból framleiðir vöggusett tilbúið til útsaums og hvetur þannig til að endurvekja gamla íslenska hefð.

 

Kruss – Verkefnið „íslensku jólasveinarnir koma úr Dölunum“ miðar að því að varðveita íslensku jólasveinana sem eru brothætt menningarverðmæti.

By Eva Þórðardóttir 17 Apr, 2024
Í dag eru höfuðstöðvar fyrirtækisins VHE að Melabraut 21-27 í Hafnarfirði, í alls 5 byggingum.
By Eva Þórðardóttir 26 Mar, 2024
Guðni Erlendsson mannauðsstjóri Samkaupa er hér í fræðandi spjalli við Evu Karen Þórðardóttur
By Eva Þórðardóttir 21 Mar, 2024
Fjölþættar áskoranir í síbreytilegu umhverfi
By Eva Þórðardóttir 05 Mar, 2024
Það er ekkert vit í því að vinna eftir 2 ára gamalli fræðslugreiningu árið 2024
By Eva Þórðardóttir 02 Feb, 2024
Effect í samstarf við Iðuna með útsendingu á fræðsluhlaðvarpi
Við greinum þá fræðslu og þjálfun sem þitt fólk þarf i rauntíma
By Eva Þórðardóttir 28 Dec, 2023
Við greinum þá fræðslu og þjálfun sem þitt fólk þarf i rauntíma
By Eva Þórðardóttir 21 Dec, 2023
Gleðileg jól og farsælt komandi fræðsluár
Effect þakkar Hafrannsóknarstofnun
By Eva Þórðardóttir 21 Dec, 2023
Effect þakkar Hafrannsóknarstofnun fyrir frábæra vinnu við að hæfni og þekkingargreina störf innan stofnunarinnar.
Fræðsla til framtíðar
By Eva Þórðardóttir 29 Nov, 2023
Effect valið sem ráðgjafi í verkefninu Fræðsla til framtíðar
By Eva Þórðardóttir 22 Nov, 2023
Áður en að fjárfest er í dýrum hugbúnaði sem heldur utan um fræðslu þarf markvisst að greina þörfina.
Sjá nánar
Share by: