Markmiðið er að fá til okkar skemmtilegt fólk frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa ákveðið að leggja áherslur á fræðslu og þjálfun síns starfsfólks.
Lagt verður áherslu á fræðslugreiningar, utanumhald á fræðslu og mælanlegan árangur af fræðslunni.
Við erum afar spennt fyrir þessu samstarfi og höfum nú þegar tekið upp nokkra þætti sem koma út reglulega.
Fyrsti gestur okkar er hún Ragnheiður en hún er mannauðsstjóri hjá Vatnajökulsþjóðgarði.
Ragnheiður fjallar hér um hvernig fyrirtækið greinir fræðslu og setur upp framboð með tilliti til aðstæðna og tíma. Þær spjalla einnig um endurgjöf á fræðslu og hvaða aðferðir virka best í síbreytilegu umhverfi þjóðgarðsins.
Nánar á Iðan.is