Top
Námskeið – Effect
6338
page-template-default,page,page-id-6338,page-parent,mkd-core-1.0,highrise-ver-1.1.1,,mkd-smooth-page-transitions,mkd-ajax,mkd-grid-1300,mkd-blog-installed,mkd-header-standard,mkd-fixed-on-scroll,mkd-default-mobile-header,mkd-sticky-up-mobile-header,mkd-dropdown-slide-from-bottom,mkd-dark-header,mkd-header-standard-in-grid-shadow-disable,wpb-js-composer js-comp-ver-5.2.1,vc_responsive

Námskeið

Námskeið

Öll námskeið sem Effect býður upp á eru sérsniðin að þörfum, stefnu og markmiðum hvers fyrirtækis fyrir sig

Effect leggur mikla áherslu að námskeiðin nýtist vel þeim markmiðum sem fyrirtækið setur sér með fræðslunni og sú fjárfesting skili sér aftur til fyrirtækisins.

Öll námskeið hjá Effect hefjast með greiningarvinnu þar sem unnið er í samráði við starfsfólk og stjórnendur hvernig fræðslan nýtist sem best. Námskeiðin eru þá sett saman svo þau falli að þeim áherslum sem fyrirtækið leggur upp með.  Við mælum árangur og höfum góða eftirfylgni til að sjá að fræðslan sé að skila sér.

Fyrirtæki fá aðgang að öllu kennsluefni og er okkar markmið að fyrirtækin nái að efla sína innri þjálfun með kennslu og þjálfunarefninu frá okkur.

Fyrir okkur er fræðsla starfsmanna og þjálfun ekki eitthvað sem er NICE TO HAVE við lítum á hana sem fjárfestingu sem mun margfallt skila sér til baka til fyrirtækisins sé hún gerð á markvissan og skipulagðan hátt.

Námskeið sem boðið er upp á

Effect bíður upp á ýmiskonar námskeið og má þar t.d. nefna námskeið fyrir veitingastaði og hótel, þjónustunámskeið og stjórnendanámskeið. Einnig hefur Effect boðið upp á stefnubreytingar í þjónustumálum eða ákveðna breytingastjórnun þar sem gott er að fá ráðgjafa inn með námskeið sem henta.

Námskeiðin eru misjafnlega löng og mörg hjá fyrirtækjum en allt er það ákveðið í samræmi við fyrirtækin.

Lögð er áhersla á eftirfylgni og mælingar til að sjá að árangurinn sé að skila sér.

Verð á námskeiðum eru ákveðin eftir fyrsta fund með stjórnendum þar sem áhersla og markmið eru rædd.

Námskeið frá Effect hafa verið styrkt af starfsmennasjóðunum allt að 75 % af heildarupphæð.