Top
Markþjálfun – Effect
6541
page-template-default,page,page-id-6541,mkd-core-1.0,highrise-ver-1.1.1,,mkd-smooth-page-transitions,mkd-ajax,mkd-grid-1300,mkd-blog-installed,mkd-header-standard,mkd-fixed-on-scroll,mkd-default-mobile-header,mkd-sticky-up-mobile-header,mkd-dropdown-slide-from-bottom,mkd-dark-header,mkd-header-standard-in-grid-shadow-disable,wpb-js-composer js-comp-ver-5.2.1,vc_responsive

Markþjálfun

Effect býður upp á markþjálfun fyrir:

  • Einstaklinga
  • Stjórnendur fyrirtækja
  • Starfsmenn fyrirtækja

Markþjálfun getur farið fram:

  • Á netfundi
  • Með því að hitta markþjálfann

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er viðtalstækni sem leggur áherslu á að aðstoða þig við að koma þér þangað sem þú vilt fara. Markþjálfun er aðferðafræði sem aðstoðar þig við að öðlast skýrari framtíðarsýn, sjá hvar þú vilt vera og nýta svo styrkleika þína til að raungera þá sýn.

Af hverju fer ég til markþjálfa?

Ertu ekki alveg klár á því hvað þig langar til að gera næst eða hvar þú átt að byrja? Langar þig að efla þig og styrkja enn frekar í því sem þú ert að gera í dag?  Langar þig að fara aðra leið í leik eða starfi? Langar þig að setja þér skýr markmið sem þú munt vinna í að verði að veruleika? Þá er markþjálfun eitthvað sem þú ættir að skoða.

Markþjálfi er ekki ráðgefandi heldur leggur áherslu á að þú leitir sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir. Markþjálfinn heldur utan um ferlið og nær með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum að beina þér að kjarna málsins og þeirri leið sem þú vilt fara og ert sátt/ur með.

Af hverju ættir þú að bóka tíma hjá mér?

Ég hef starfað sem þjálfari, ráðgjafi og stjórnandi allt mitt líf. Ég hef stofnað og rekið fyrirtæki bæði fyrir sjálfa mig og aðra. Ég hef unnið sem ráðgjafi fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki og unnið með mörgum stjórnendum í allskonar ráðgjöf og stjórnendaþjálfun. Ég er lærður einkaþjálfari, íþróttaþjálfari og unnið með afreksíþróttafólki. Ég er með kennararéttindi frá kennaraháskólanum í Reykjavík, masterspróf í Forystu og stjórnun frá viðskiptaháskólanum á Bifröst og MBA frá háskólanum í Reykjavík.  Í dag rek ég mitt eigið fyrirtæki, Effect ehf þar sem markþjálfun er eitt af því sem fyrirtækið sérhæfir sig í. Stærsta verkefnið mitt er að vera þriggja barna móðir og eiginkona,  að láta hin daglegu verkefni ganga upp án þess að fá fleiri tíma í sólarhringinn og jafnframt ná að rækta sjálfa mig og mína drauma.  Þarna hefur markþjálfun spilað ótrúlega stórt hlutverk og langar mig að kynna þessa aðferðafræði fyrir eins mörgum og ég get. Við höfum bara eitt líf og við þurfum að nýta það eins vel og við getum. Við þurfum að byrja strax í dag svo að við dettum ekki niður í þá gryfju að segja ég hefði átt að eða af hverju gerði ég aldrei….

Ef þú vilt verða besta útgáfan af sjálfum þér, leiðtogi eða efla starfsfólkið þitt, sendu okkur línu og bókaðu viðtöl.

Eva Karen Þórðardóttir er markþjálfi Effect.
Netfangið er eva@effect.is