Top
Fræðslustjóri að láni – Effect
6262
page-template-default,page,page-id-6262,mkd-core-1.0,highrise-ver-1.1.1,,mkd-smooth-page-transitions,mkd-ajax,mkd-grid-1300,mkd-blog-installed,mkd-header-standard,mkd-fixed-on-scroll,mkd-default-mobile-header,mkd-sticky-up-mobile-header,mkd-dropdown-slide-from-bottom,mkd-dark-header,mkd-header-standard-in-grid-shadow-disable,wpb-js-composer js-comp-ver-5.2.1,vc_responsive

Fræðslustjóri að láni

Fræðslustjóri að láni

Bjóðum fyrirtækjum og stofnunum upp á ,, Fræðslustjóra að láni

Effect býður fyrirtækjum upp á ,, Fræðslustjóra að láni í samvinnu við fræðslusjóðina og geta fyrirtæki sem greiða starfsmenntaiðgjöld í IÐUNA fræðslusetur, Landsmennt, Sjómennt, Starfsafl, Rafmennt, Starfsmennasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunarinnar og Menntasjóð STF sótt um.

Fyrirtæki geta fengið fullan styrk fyrir verkefninu og því verkefnið þeim að kostnaðarlausu.

Verkefnið ,, Fræðslustjóri að láni, byggist á því að fyrirtæki fá lánaðan ráðgjafa inn í fyrirtækið sem sérhæfður er í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greininguna á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins.

Að verkefni loknu fá fyrirtæki fræðsluáætlun til tveggja ára sem er frábært verkfæri til að efla þjálfun starfsfólksins til að fyrirtæki nái frekar sínum markmiðum sem og öðlist samkeppnisforskot á markaði.

Effect aðstoðar þig með glöðu geði ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða aðstoð við að sækja um verkefnið.   Hafa samband > 

Hvernig er sótt um fræðslustjóra að láni?

  1. Fyrst þarf að fara inn á umsóknarsíðuna í Áttinni og fylla út umsókn. Umsókn um Fræðslustjóra að láni. Fylgt er leiðbeiningum um umsóknina en útbúa þarf skjal með nöfnum og kennitölum starfsmanna ásamt því stéttarfélagi sem starfsfólkið er í og senda með í viðhengi. Einnig er tilgreindur þá ráðgjafi sem óskað er eftir.
  2. Ef öllum líst vel á verkefnið, eru gerð drög að samningi. Fjöldi tíma sem ráðgjafinn vinnur fyrir fyrirtækið byggir á fjölbreytni starfa innan fyrirtækisins og ákveðnum föstum liðum. Markmið verkefnisins er að ná greiningu á þörfum sem miðast við þverskurð af starfsemi fyrirtækisins. Einungis er leitað til sjálfstæðra ráðgjafa sem hafa mikla reynslu af verkefnum í fyrirtækjum.
  3. Ef fyrir liggur samþykki á verkefninu er gengið til samninga og verkefnið hefst strax við undirskrift. Verkefnið er mótað í fullu samráði við fyrirtækið.
  4. Ráðgjafi fer þá inn í fyrirtækið og hefur greiningarvinnu í samráði við stjórnendur fyrirtækisins. Komið er á fót rýnihópum innan fyrirtækisins sem ráðgjafinn leiðir. Jafnframt vinnur hann þarfagreiningu og fræðsluáætlun. Áætlunin er eign fyrirtækisins og viðkomandi sjóðs. Fyllsta trúnaðar er gætt um allt sem við kemur verkefninu.
  5. Um miðbik verkefnis er haldinn millifundur þar sem farið er yfir framgang verkefnisins og fyrstu drög að fræðsluáætlun eru kynnt.
  6. Að lokum er verkefnið kynnt á lokafundi að viðstöddum fulltrúum viðkomandi starfsmenntasjóða, sem eiga aðild að verkefninu.
  7. Framhaldsvinnan er síðan í höndum fyrirtækis með því að framfylgja fræðsluáætluninni og sækja um styrki í viðeigandi starfsmenntasjóði.