VIÐ AUKUM VIRÐI ÞÍNS STARFSFÓLKS

Vertu með sterkara starfsfólk sem er tilbúið að taka við breyttum tímum og þeim áskorunum sem þar fylgja. 

Fræðslugreining hefur aldrei verið

auðveldari

Fræðslugreining sem byggir á rauntímamælingum sem gefur fyrirtækjum gögn til að bregðast við fræðslu og þjálfun í rauntíma og einnig gefur starfsfólki verkfæri til að taka betur ábyrgð á eigin þjálfu- og fræðsluvegferð.

Effect hefur hannað hugbúnaðarlausn til að nýta við fræðslugreiningarnar. Með þessari hugbúnaðarlausn er ferlið einfalt og mun fljótvirkara en gengur og gerist. Fyrirtæki og stofnanir geta tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á gögnum hvaða þjálfun og fræðslu starfsfólkið þarf, fylgst með framþróun og brugðist við í rauntíma eða áður en ákveðin verkefni eða stefna fer af stað. 

Hugbúnaðarlausnin gefur starfsfólki einnig verkfæri að sjá hvar þeirra hæfni liggur og hvar er þörf að auka hæfni og þekkingu miða við starfið sitt, teymið og stefnu fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Sjá hér fræðslustjóri að láni.

Effect sér um fræðslu-

greininguna fyrir þig.

 Með því að fara í gegnum fræðslugreiningu sérðu hvar hæfni hjá þínu starfsfólki liggur og hvaða þjálfun og fræðslu þitt fyrirtæki eða stofnun þarf. Með því að fara í gegnum fræðslugreiningu færðu upplýsingar um hvaða fræðsluefni þarf fyrir þitt starfsfólk og einnig færðu aðstoð með val á fræðslukerfi sem hentar þínum vinnustað. Við gefum fyrirtækjum og stofnunum aðgang að gögnum til að taka upplýstar ákvarðanir í rauntíma varðandi fræðslu og þjálfun starfsfólksins og geta fylgst með hvort sú fjárfesting sem verið.



Markmið Effect er að gefa starfsfólki sem og fyrirtækjum og stofnunum verkfæri til að geta tekið markvissar ákvarðanir varðandi fræðslu og þjálfun og mæla árangur.


Við leggjum áherslur á að sarfsfólk hafi verkfærin til að geta tekið ábyrgð á eigin fræðslu og þjálfun sem og fyrirtæki og stjórnendur hafi gott utan umhald um þá þjálfun.

Við leggjum áherslu á mælanleg gögn og hagnýtar upplýsingar til að vera alltaf skrefi framan í fræðslu og þjálfun starfsmanna svo að fyrirtækið/stofnunin sé frekar í stakk búið til að takast á við þær áskoranir og breytingar sem upp koma hverju sinni.

Til að fræðsla og þjálfun skili árangri þarf hún að vera einstaklingsmiðuð, það verður aldrei til lærdómur nema áhugi sé fyrir að læra. Flestir starfsmenntasjóðir styrkja fyrirtæki við gerð á fræðslugreiningu.

Sjá hér fræðslustjóri að láni.

 

 

Effect greiningartólið

Nú erum við hjá Effect að vinna að mínum síðum þar sem stjórnendur hafa aðgang að sínu mælaborði og geta sótt sjálfir þá upplýsingar og mælingar sem þeir þurfa og vilja þegar þeim hentar þegar kemur að hæfni og þjalfun starfsfólks. 


Starfsfólk fær einnig aðgang að sínum síðum þar sem þeir geta séð með auðveldum hætti eftir að hafa greint hvar þeirra hæfni liggur hvaða þjálfun og fræðsla henti í þeirra fræðsluvegferð. Við nýtum Effect greiningartólið við fræðslugreininguna sem gefur skýrar niðurstöður í Powerbi fyrir stjórnendur til að greina ekki aðeins hvernig hæfni starfsfólksins liggur heldur einnig hvernig hæfni liggur innan deildar, sviðs og innan alls fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Einnig gerum við reglulegar mælingar svo hægt er að sjá hvort að sú þjálfun og fræðsla sem fyrirtækið eða stofnunin er í að fjárfesta í sé í raun að skila aukinni hæfni innan starfsmannahópsins.

Effect greiningartólið er hannað með aðferðafræði Effect í huga, þar sem lögð er áhersla á að hafa allt starfsfólk með í fræðslugreiningarferlinu frá byrjun. Aðferðafræðin leggur einnig áherslu á að starfsfólki hafi verkfæri til að geta tekið frekar ábyrgð á eigin fræðslu.

 Með tólinu sér starfsfólk hvar það er statt í sinni fræðsluvegferð og hvernig hæfni þeirra liggur og getur fundið þjálfun og fræðslu sem hentar sínum niðurstöðum. Við þurfum að færa okkur frá þeirri aðferðafræði að ONE SIZE FITS ALL í fræðslumálum yfir í einstaklingsmiðaða þjálfun og fræðslu.


Greiningartólið er auðvelt í notkun og gefur skýrar niðurstöður. Við erum stöðugt að þróa tólið og ætlum okkur stóra hluti þegar kemur að gagnadrifnum ákvörðunum í sambandi við þjálfun og fræðslu starfsfólks.

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR


UMSAGNIR


Share by: